Færsluflokkur: Bloggar

Djöfullinn á hverri stundu

Ég horfði á kvikmyndina The devil all the time (Campos, 2020) til þess að gefa Netflix loka séns á að sanna að þeir geti framleitt efni sem vert er að horfa á. Það verður að segjast að myndin var betri heldur en búast mátti við. Leikaravalið kom mér sennilega mest á óvart þar sem ekki er allt of langt síðan hin stórkostlegi feill Damsel (Zellner, 2018) kom út með Robert Pattinson og Miu Wasikowska í aðalhlutverkum. Bæði leika þau þó í þessari nýju mynd og standa sig þar sérlega vel. Einnig var skemmtilegt að sjá Harry Melling bregða fyrir sjónum en hann er einna frægastur fyrir hlutverk sitt sem Dudley Dursley í Harry Potter seríunni (Columbus, Newell, Cuarón og Yates, 2001-2011) en einnig lék hann lítið hlutverk útlimalauss manns í nýjustu mynd Cohen bræðra The Ballad of Burster Scruggs (2018). Stærsta hlutverk myndarinnar hreppti þó Tom Holland, frægastur fyrir að leika Spiderman í nýjustu Marvel myndunum, hvar hann leikur son Bill Skarsgard.

Myndin sýnir líf tveggja barna sem lenda bæði í þeim hremmingum að missa foredra sína ung og eru bæði tekin í fóstur af sömu hjónunum sem eru amma og afi stráksins. Á unglingsárum barnanna fá áhorfendur að sjá afleiðingar athæfi foreldra sinna og hvernig þau bregðast við þeim.

Myndin er vel útfærð í sambandi við leikmynd en frásögnin er svolítið óhefðbundinn þar sem nokkrar sögur eru fléttaðar saman í mismunandi tímaramma og sameinaðar undir lokin. Öllum persónum eru þó gerð viðeigandi skil og lokaflétta myndarinnar gengur upp.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband