Djöfullinn į hverri stundu

Ég horfši į kvikmyndina The devil all the time (Campos, 2020) til žess aš gefa Netflix loka séns į aš sanna aš žeir geti framleitt efni sem vert er aš horfa į. Žaš veršur aš segjast aš myndin var betri heldur en bśast mįtti viš. Leikaravališ kom mér sennilega mest į óvart žar sem ekki er allt of langt sķšan hin stórkostlegi feill Damsel (Zellner, 2018) kom śt meš Robert Pattinson og Miu Wasikowska ķ ašalhlutverkum. Bęši leika žau žó ķ žessari nżju mynd og standa sig žar sérlega vel. Einnig var skemmtilegt aš sjį Harry Melling bregša fyrir sjónum en hann er einna fręgastur fyrir hlutverk sitt sem Dudley Dursley ķ Harry Potter serķunni (Columbus, Newell, Cuarón og Yates, 2001-2011) en einnig lék hann lķtiš hlutverk śtlimalauss manns ķ nżjustu mynd Cohen bręšra The Ballad of Burster Scruggs (2018). Stęrsta hlutverk myndarinnar hreppti žó Tom Holland, fręgastur fyrir aš leika Spiderman ķ nżjustu Marvel myndunum, hvar hann leikur son Bill Skarsgard.

Myndin sżnir lķf tveggja barna sem lenda bęši ķ žeim hremmingum aš missa foredra sķna ung og eru bęši tekin ķ fóstur af sömu hjónunum sem eru amma og afi strįksins. Į unglingsįrum barnanna fį įhorfendur aš sjį afleišingar athęfi foreldra sinna og hvernig žau bregšast viš žeim.

Myndin er vel śtfęrš ķ sambandi viš leikmynd en frįsögnin er svolķtiš óhefšbundinn žar sem nokkrar sögur eru fléttašar saman ķ mismunandi tķmaramma og sameinašar undir lokin. Öllum persónum eru žó gerš višeigandi skil og lokaflétta myndarinnar gengur upp.  


Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband